Myglueyðing
Sveppamyndanir í híbýlum, bifreiðum og ferðavögnum.
Sveppurinn þrífst í raka þar sem rakastig er hátt og lítil loftræsting er.
Sveppurinn sem um er að ræða er ákveðin tegund myglusvepps sem getur valdið veikindum fólk oft á tímum tengjum við ekki veikindi einstaklinga við mygluvandamál því það þarf ekki að vera að allir veikjast af völdum myglysvepps.
Hægt er að vinna á þessum vanda með réttum efnum og meðhöndlun.
Hvers konar sveppir í híbýlum, bifreiðum og fleirri stöðum eru hættulegir fólki?
Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni.
Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum.
Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, bifreiðum ofl. eins og stundum gerist,
getur þeir verið afar óheilsusamlegir.
Til þess að myglusveppir geti þrifist í híbýlum þurfa þeir raka, súrefni og fæðu.
Myglusveppir geta myndast á aðeins 24-48 klukkustundum við rétt skilyrði, til dæmis ef leki hefur komist að híbýlum ofl.
Þeir breiðast oft hratt út.
Myglusveppirnir geta nýtt sér nánast öll lífræn efni sem í boði eru sem fæðu.
Algengast er að finna myglusveppi í kjöllurum, baðherbergjum, þvottahúsum, í skápum undir vöskum, bifreiðum, ferðavögnum og öðrum stöðum þar sem hætta er á langvarandi raka.
Myglusveppir gefa frá sér gró og aðra sveppahluta sem berast út í loftið.
Þessir sveppahlutar geta innihaldið skaðleg efni, svokölluð sveppaeiturefni (e. mycotoxin) en þau eru afleidd efnasambönd sem þeir seta út til að verjast ágangi annarra myglusveppa í nágrenni sínu.
Þessi eiturefni gera sambúð við myglusveppi óæskilega því þau geta safnast upp innandyra, sérstaklega ef loftskipti eru léleg, og haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.
Eiturefni frá myglusveppum geta borist inn í líkamann við öndun, með snertingu eða í gegnum húð.
Oft gerist það á löngum tíma þannig að einkennin koma fram smám saman.
Áhrif myglusveppa á heilsu fólks eru bæði mismunandi á milli sveppategunda og eins eru þau mjög einstaklingsbundin en þau eru gjarnan flokkuð í ofnæmi, ertingu eða eitranir.
Einkennin líkjast oft flensueinkennum og því getur verið erfitt að greina orsök slappleikans.
Algengt er að einkennin tengist efri hluta öndunarvegar, séu höfuðverkur, erting í augum, stíflað nef og hósti.
Einnig getur fylgt magaverkur og óþægindi í maga svo nokkur dæmi séu nefnd.
Sumar algengar tegundir myglusveppa geta valdið ofnæmi og astma eða gert astma verri hjá þeim sem þjást af honum.
Því lengur sem fólkið dvelur þar sem myglusveppir hafa hreiðrað um sig þeim mun meiri verða áhrifin,
en ungum börnum, gömlu fólki og þeim sem glíma við sjúkdóma er mest hætta búin.
Sem dæmi um efni sem myglusveppir gefa frá sér má nefna aflatoxín en það eitt kunnasta sveppaeiturefnið.
Vitað er að sveppategundir af ættkvíslinni Aspergillus eða könnusveppir losa þetta efni út í umhverfið, til dæmis tegundirnar A. Parasiticus og A. Flavus.
Þessir myglusveppir eru miklir skaðvaldar í korngeymslum víða um heim og annars staðar þar sem þurrvara er geymd.
Of mikill styrkur aflatoxíns í andrúmsloftinu getur valdið ýmsum sjúkdómum og sjúkdómseinkennum svo sem vefjadrepi á afmörkuðum svæðum líkamans, meðal annars drepi í lifur, skorpnun eða hersli í líffærum auk þess sem vísindamenn hafa rakið krabbamein í þekjufrumum til eitrunar af völdum aflatoxíns.
Ekkert dýr er ónæmt gagnvart aflatoxíneitrun en þess má geta að menn hafa talsvert þol gegn þessu eiturefni.
Til þess að koma í veg fyrir myglusveppi eða losna við þá þarf fyrst og fremst að halda húsnæðinu þurru.
Koma þarf í veg fyrir leka í híbýlum ofl. og gott er að lofta vel út þannig að raki safnist ekki fyrir.
Æskilegt er að loftraki innanhúss sé á bilinu 30-50% en ef hann er yfir 60% þá getur það ýtt undir vöxt myglusveppa.
Svo hátt rakastig ýtir einnig undir vöxt annarra lífvera svo sem rykmaura og baktería með tilheyrandi ógn við heilsu manna.
Nota þarf sérstök hreinsiefni sem vinna á myglusveppum en þess má geta að venjuleg hreinsiefni duga ekki til.
Þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um myglusveppi í híbýlum, áhrif þeirra og hvernig bregðast skuli við, er bent á að kynna sér heimildirnar hér fyrir neðan. Heimildir byggðar af Vísindavefurinn, rannsóknir og reynslu. Nánar um myglusvepp er að finna á eftirfarandi síðum: Náttúrufræðistofnun Íslands http://www.ni.is/grodur/Flora/Sveppir/sveppatidindi/greinar/nr/458 YFIRLÝSING FRÁ WHO(Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni) http://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0017/43325/E92645.pdf EPA http://www.epa.gov/mold/mold_remediation.html