Gólfbónun

Gólfbónun

Allflestar gerðir gólfdúka þurfa einhvers viðhalds að halda til varnar sliti og er gólfbón einn þáttur í því að verja yfirborð gólfefnisins.

Bónun á gólfdúkum er nauðsynleg með reglulegu millibili til að viðhalda gæðum þeirra. Betri Þrif hefur áralanga reynslu í meðhöndlun gólfdúka, hvort sem um er að ræða linoleum-dúka eða vinyl-dúka.
Við bjóðum upp á viðhald fyrir bónuð gólf og notum til þess viðurkennd og slitsterk bón og þraut reynd starfsfólk.

Viðhaldsbónun er hægt að framkvæma hvenær sem er, því að bónið er hitað með vélunum og það þornar samstundis. Fyrst er efsta lag bónsins pússað í burtu – þar sitja óhreinindin. Því næst er nýju lagi bætt ofan á og að lokum er það hert með fægingu á háhraðasnúningi þannig að fallegur gljái myndast og ending á yfirlaginu eykst.

Um Betri Þrif

Betri Þrif er fjölskyldufyrirtæki með metnað, eigendur og starfsfólk hafa frá upphafi lagt mikin metnað í vandaða vinnu og góða þjónustu, fylgst er vel með öllum nýjungum í hreingerningum og efnum til að tryggja viðskiptavinum Betri Þrif.

Laus störf / Available jobs