SKILMÁLAR BETRI ÞRIF EHF.

 

1.gr. Fagleg þjónusta

Betri Þrif ehf. er atvinnurekstur sem hefur veitt viðskiptavinum faglega þjónustu  í um 35 ár. Útseld þjónusta hjá Betri Þrif ehf. er veitt í atvinnuskyni og er ávallt byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni. Betri Þrif ehf. veitir viðskiptavinum sínum upplýsingar og leiðbeiningar um vinnu verks með hagsmuni neytanda að leiðarljósi. Hjá Betri Þrif ehf. geta viðskiptavinir treyst á vönduð vinnubrögð þar sem Betri Þrif ehf. hefur reynslu og áreiðanleika sér vopni til að ná framúrskrarandi árangri. Hér fyrir neðan eru nokkrar greinar sem ætti að uppljóstra viðskiptavini um þær áhættur sem gætu fylgt því að láta þjónusta fasteignir og bifreiðar og gera viðskiptavini kleift að ekki er alltaf hægt að taka alla ábyrgð á verkinu ef svo óheppilega vill til að í harðbakan slær.  Lög nr. 42/2000 um þjónustukaup eiga við alla þjónustu sem Betri Þrif ehf. veitir gegn endurgjaldi.

 

2.gr. Óviðráðanleg atvik

Betri Þrif ehf. ber áhættu af tjóni, eða rýrnun, sem verður áður en starfsmenn þess skila af sér verki nema þeir sýni fram á að tjónið sé vegna atvika sem ekki eru á þeirra valdi, sbr. 19. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

 

3.gr. Vanræksla

Verði tjón á eignum viðskiptavina Betri Þrif ehf. þegar verk er unnið eða í tengslum við það eða hlutur sem afhentur hefur verið Betri Þrif ehf. glatast eða skemmist ber Betri Þrif ehf. að bæta það tjón nema starfsmenn þess sanni að þeir hafi ekki sýnt af sér vanrækslu, sbr. 25. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

 

4.gr. Afhending eigna

Hafi hlutur sem vinna á við verið afhentur Betri Þrif ehf. ber Betri Þrif ehf. áhættu af því ef hlutnum er stolið eða hann skemmist af öðrum óviðráðanlegum orsökum. Þetta gildir þó ekki ef hlutur hefur ekki verið afhentur viðskiptavini á réttum tíma vegna ástæðna sem varða hann, sbr. 26. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Þegar vinnu Betri Þrif ehf. er að fullu lokið en verki hefur ekki verið skilað á réttum tíma vegna aðstæðna sem varða viðskiptavin flyst áhættan til hans. Afhending viðskiptavina bifreiðar eða hluta til Betri Þrif ehf. telst þegar lyklar eða hlutir eru afhentir Betri Þrif ehf. í persónu. Frá þeim tímapunkti ber Betri Þrif ehf. ábyrgð á tjóni eða rýrnum hluta eða bifreiðar, nema starfsmenn Betri Þrif ehf. sýni fram á að tjónið sé vegna atvika sem ekki eru á þeirra valdi.

 

5.gr. Geymsla eigna, tjón, bruni og þjófnaður

Áður enn verk hefst eða þegar verki lýkur býður Betri Þrif ehf. viðskiptavinum sínum fram geymslusvæði fyrir eignir viðskiptavina. Um er að ræða bílaplan og/eða annað geymslusvæði. Betri Þrif ehf. ber ekki ábyrgð á hverskyns þjófnaði eigna viðskiptavina Betri Þrif ehf. af geymslusvæði eða af grasfletinum þegar eignir viðskiptavina eru geymdar þar að verki loknu. Hér á einnig við þjófnað á íhlutum eða öðrum eignum innan bifreiða. Betri Þrif ehf. tekur ekki ábyrgð á bruna eigna viðskiptavina Betri Þrif ehf. né tjóns af einhverju tagi við geymslu eigna viðskiptavina að verki loknu. Ef að starfsmenn Betri Þrif ehf. setja hluti eða lykla bifreiðar og aðra fylgihluti lyklakippu ofan á dekk eða inn í felgu eða í lyklabox þá ber Betri Þrif ehf. ekki ábyrgð á þjófnaði, frost – eða vatnstjóni á lyklunum. Betri Þrif ehf. hefur brunatryggingu sem tryggir eignina upp að ca. 7,5m, ef brunatjón fellur undir brunatryggingu Betri Þrif ehf. er viðskiptavini skylt að greiða umfram það.

 

6.gr. Verðmæti

Sé hlutur sem vinna á við mun meira virði en Betri Þrif ehf. má gera ráð fyrir ber neytanda að gera Betri Þrif ehf. grein fyrir því. Sama gildir ef við geymslu eða meðferð hlutarins ber að sýna sérstaka varkárni. Hafi viðskiptavinur vanrækt upplýsingaskyldu sína er heimilt að takmarka eða fella niður bótaskyldu Betri Þrif ehf., sbr. 27. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup vegna tjóns á bifreiðum viðskiptavina.

 

7.gr. Lakk og lakkfilmur

Til að Betri Þrif ehf. geti sinnt þjónustunni á eðlilegan máta skal viðskiptavinur tryggja það að lakk og filmur í núverandi ástandi höndli háþrýstiþvott þjónustunnar, því það geta verið margskonar skemmdir/gallar eða rýrnun í lakki/filmum sem gerir það að verkum að lakk/filmur höndli ekki vatnsþrýsting háþrýstidælu (þ.e.a.s grunnur, litur eða glæra bifreiða flettist upp, eða filman flettist upp). Ef dýpri rispur finnast á lakki og viðskiptavinur telur það vegna vanrækslu Betri Þrif ehf. við þjónustu verður hann að sannreyna það því m.v góðan búnað og mikla varkærni Betri Þrif ehf. við verk sín er mjög ólíklegt að dýpri rispur myndist við þjónustuna sjálfa. Þó svo að Betri Þrif ehf. noti mögulega allra öruggustu þvottaaðferðir er ekki hægt að ábyrgjast 100% þvottarispulaus þrif.

 

8 gr. Mössun

Ef þjónusta skal lakkviðgerð (e. mössun með meiru) fyrir hönd viðskiptavinar skal hafa í huga að sumar rispur eru dýpri en aðrar, og þarf því að slípa þær/þau svæði sérstaklega djúpt niður. Við mössun þynnist lakkið og gæti jafnvel orðið hætta á að glæra lakkhúðarinnar slípist alveg niður ef rispur eru mjög djúpar. Viðskiptavinur ber skylt að vara Betri Þrif ehf. við ef um eitthvað sérstakt/óvenjulegt sé til þess að varast (dæmi: ef lakk hefur verið massað áður, ef lakk sé orðið þunnt einhverra hluta vegna, ef sprungur eða glæruflagn sé á lakki og fl). Þegar viðskiptavinur lætur verkið í hönd Betri Þrif ehf. tekur viðskiptavinurinn alla ábyrgð á þynningu lakksins við meðferð þess. Þó þynning kæmi til með að myndast er lakkið ekki ónýtt og hættir ekki að verja málminnn en ef slíkt gerist býður Betri Þrif ehf. upp á ódýra lausn þar sem málningu er komið aftur á flötinn með airbrush spautikönnu og jafnað út.

 

9 gr. Lakkvarnir og nýmálað lakk

Margir áhrifaþættir snerta endingargetu lakkvarnar- eða bónhúðar sem borin er á bíl viðskiptavinar. Betri Þrif ehf. notar alla sína sérþekkingu til að undurbúa lakkið á réttan máta fyrir húðun (bón- eða lakkvörn). Skipta má áhrifaþáttum í tvo flokka sem hafa áhrif á endingu, í fyrsta lagi  flokk sem er vegna vanrækslu viðskiptavinar við viðhald húðarinnar og flokk vegna óviðráðanlega áhrifaþátta sem er að völdum veðurfars og/eða akstursskilyrðum hérlendis. Framleiðandi vörunnar sem notuð er á bifreiðina vonast til að varan dugi eins og þeir gefa upp, en geta ekki tryggt endinguna þar sem ofangreind atriði geta haft mikil áhrif. Sama á gildir um Betri Þrif ehf..

Viðskiptavinur verður að tilkynna Betri Þrif ehf. ef bíll/partur af bíl er nýmálaður því ekki má bera bón- eða lakkvörn húðun á nýmálað lakk innan ca. 30 daga því glæra lakks hefur ekki náð fullum þurrk. Húðunin lokar óþornað lakkið inni og bólumyndun getur átt sér stað. Svo ekki getur Betri Þrif ehf. tekið á sig vanrækslu ef viðskiptavinur gleymir að tilkynna.

 

10.gr. Sparsl fylliefni og IR lampa bakstur við lakkvörn ásetningu

Hafi bíll viðskiptavinar fengið lent í tjóni og þurft að láta mála flöt upp á nýtt á málningarverkstæði er ekki óalgengt að sparl sé notað til að slétta úr yfirborðinu í slíkri þjónustu. Þá skal viðskiptavinur tilkynna Betri Þrif ehf. ef um sparsl sé að ræða á einhverjum fleti bílsins áður en hann fer í gegnum lakkvörn þjónustu Betri Þrif ehf. því ekki er hægt að greina með auga ef um sparsl undir lakki sé að ræða. Þetta er mikilvægt því við þjónustu Betri Þrif ehf. við ásetningu lakk varna eru notaðir sérstakir IR lampar (InfraRed) til að hita upp lakkið. Við hitun lakksins (60-70°C) getur sparsl eftir fyrri málningarrvinnu losnað úr fari sínu, lekið til og valdið tjóni.

 

11.gr. Djúphreinsun og leðurhreinsun

Eðlilega má búast má við að Betri Þrif ehf. getur ekki ábyrgst að tauefni sætis – og teppis slitni við meðferð hreinsunar. Sama á við önnur einangrunarefni, svo sem staðsett eru í skotti bifreiðar. Betri Þrif ehf. getur ekki ábyrgst myglumyndun í tauefnum og/eða í svampi ef búið er að tilkynna viðskiptavini um hvernig skal meðhöndla áframhaldandi þurrkunarferli þess. Hér er átt við framkvæmd þurrkunar sem tekur við að djúphreinsun lokinni. Betri Þrif ehf. tekur ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði eða öðru rafbúnaðartengdum búnaði við djúphreinsun. Hér má nefna ef vökvi kemst í snertingu við rafbúnað, víra, takka eða annan rafbúnað bifreiðarinnar. Varðandi leðurhreinsun þá er ekki hægt ábyrgjast slit á leðri, upplitun, að áferð verði mött eða saumar leðurs losna upp við þrif þess. Hér á einnig við önnur leðurlíki.

 

12.gr. Festing sæta, stýris og  barnabílstóla, drifskaftsstilling og aðrar stillingar

Hlutir sem þurfa festu eins og bílsæti, barnastólar, stýrisbúnaður eða drifskaftstöng getur Betri Þrif ehf. ekki ábyrgst að sé réttilega fest aftur eða fest yfir höfuð (sett aftur í sinn lás/sína stöðu). Við þjónustu bifreiðar þarf stundum að losa ofangreinda hluti úr festu sinni og það gæti verið úr stöðu sinni þegar bíll er afhentur. Til að koma í veg fyrir slys, skal viðskiptavinur Betri Þrif ehf. athuga við afhendingu bíls hvort ofangreind atriði séu ekki örugglega verið nógu vel föst. Einnig skal viðskiptavinur athuga hvort drifbúnaður bíls sé rétt stilltur fyrir komandi akstur. Sama gildir um aðra takka og stillibúnað í bílnum því þeir gætu verið vanstilltir.

 

13 gr. Aftursýnisspeglar

Betri Þrif ehf. tekur ekki ábyrgð á skemmd aftursýnisspegla í framrúðu ef plastfesting brotnar eða losnar. Plast verður brothættara með tímanum og verður því speglafestingin (ef úr plasti) viðkvæmari fyrir hreyfingum eða því hnjaski sem hún gæti orðið fyrir. Plastfesting gæti því brotnað eða losnað við minnsta álag.

 

14.gr. Gljáefni motta bifreiðar

 Þrátt fyrir fagkunnáttu og notkun sérefna á mottur þá gætu mottur vegna glansefna verið örlítið sleipar. Viðskiptavinur skal gera sér grein fyrir því að þessi þjónustu er innifalin í öllum þjónustuliðum Betri Þrif ehf. sem tengjast innanþrifum og þarf viðskiptavinur sérstaklega að tilkynna ef hann vill sleppa því að fá gljáefni á mottur, svo Betri Þrif ehf. getur ekki ábyrgst slysahættu eða tjóna sem gætu fylgt gljáefnum á mottum.

 

15.gr. Festingar og límingar á ytra byrði bíls

Betri Þrif ehf. tekur ekki ábyrgð á að festingar, lím, límmiðar eða önnur festiefni tengt bifreið gefi sig við notkun háþrýstidælu, háþrýstilofts eða vegna efnanotkunar. Hér á til dæmis við um auglýsingarmiða á lakki/rúðum bifreiða, skoðunarmiðar á bílplötum bifreiða og einnig límfestingar sem festa aukahluti (svo sem vindskeið (spoiler), svuntur (lip) og aðra aukahluti.

 

16.gr. Ofnæmi

Ef gleymist að tilkynna Betri Þrif ehf. frá ofnæmiseinkennum sem gætu brotist upp hjá  viðskiptavini bifreiðar getur Betri Þrif ehf. ekki tekið ábyrgð á að hann finni fyrir slíkum einkennum.

 

17.gr.  Akstur

Aðallega leggur Betri Þrif ehf. upp með að sinna þjónustu sem tengist bifreiðinni sjálfri innan aðstöðunnar heldur en þjónustu tengt skutli á bifreið en ef óskað er eftir skutlþjónustu fer kostnaður hennar eftir samkomulagi og athuga skal vel að bifreið þarf að standast kröfur skoðunarstöðva áður en sótt er (Aðalskoðun eða Frumherji t.d). En ath, ef ekki er rukkað fyrir skutlþjónustu þá liggur ábyrgð vegna tjóns bifreiðar ekki á Betri Þrif ehf. og fellur utan laga um þjónustukaup nr. 42.2000.

 

18.gr.  Auglýsingarvörur

Þó okkar besta auglýsing liggur í okkar góða orðspori höfum við gaman að auglýsingarvörum sem við viljum gefa heppnum viðskiptavinum, í því getur falist t.d lyklakippa, penni, límmiði í rúðu, rúðuskafa og fl. Með að skrifa undir þessa skilmála samþykkir þú auglýsingarvörur frá Betri Þrif ehf.

 

19.gr. Greiðslur og verðskrá

Verðskrá Betri Þrif ehf. tilgreinir sanngjant verð miðað við vinnu og eðli hennar. Betri Þrif ehf. lætur viðskiptavini í té verðáætlun vegna vinnu sinnar, ýmist samkvæmt almennri verðskrá Betri Þrif ehf. eða sérkjörum fyrir þá viðskiptavini sem kaupa þjónustu Betri Þrif ehf. reglulega. Verð má ekki fara verulega fram úr þeirri áætlun, sbr. 29. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Betri Þrif ehf. áskilur sér lítillega verðhækkun ef verk er meira virði en áætlað var. Í verðáætlun eru ekki innifalin opinber gjöld.

Ef að Betri Þrif ehf. tekur að sér undirbúningsvinnu að beiðni viðskiptavinar í þeim tilgangi að skilgreina hve vinna væri mikil eða verð þjónustu sem vinna skal af hendi er Betri Þrif ehf. heimilt að krefjast sérgreiðslu fyrir hana, sbr. 33. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

Betri Þrif ehf. veitir viðskiptavinum sínum 5 daga gjaldfrest á kröfum sínum vegna vinnu sinnar. Að loknum þeim fresti reiknast dráttarvextir seðlabanka Íslands á kröfur viðskiptavina.

 

20.gr. Viðbótarkostnaður verks

Betri Þrif ehf. áskilur sér rétt til hækkunar á umsömdu verði ef verk ef meira virði en búast mátti við, sbr, 30. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Ef verk Betri Þrif ehf. er mun umfangsmeira en áætlað var og kostnaður verulega meiri en umsamið var, þá ber Betri Þrif ehf. að tilkynna viðskiptavini það með sannarlegum hætti og óska eftir fyrirmælum um áframhaldandi verk, sbr. 31. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Ef viðskiptavinur svarar ekki tilkynningu Betri Þrif ehf. um hækkun kostnaðar er Betri Þrif ehf. heimilt að hætta vinnu við verk viðskiptavinar Betri Þrif ehf.. Ef Betri Þrif ehf. ákveður að hætta verki á hann kröfu á viðskiptavin sem nemur hlutfalli unninnar vinnu.

 

21.gr. Almennt um sölu á vörum

Betri Þrif ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

22.gr. Afhending á vörum

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Betri Þrif ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Betri Þrif ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

 

23.gr. Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 7 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Betri Þrif ehf. með spurningar.

 

24.gr. Verð á söluvörum

 Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

 

25.gr. Skattar og gjöld á söluvörum

Öll verð í netversluninni eru án VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

 

26.g. Trúnaður við kaup á söluvörum

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

27.gr.Póstlisti

Með að samþykkja þessa skilmála samþykkir þú að Betri Þrif ehf. megi senda þér netpósta, sms eða með öðrum markaðsverkfærum. Betri Þrif ehf. vill gefa viðskiptavinum bestu tilboðin, tilkynna breytingar eða koma öðrum skilaboðum hratt og örugglega til viðskiptavina.

 

28.gr. Ágreiningur

Greini aðila að þjónustusamningi þessum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið.

Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

 

29.gr. Skrópgjald – Tímabreytingar og skrópun án fyrirvara

Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að láta vita með 24 klukkutíma fyrirvara með höfnun eða breytingu á tíma ef þörf er. Betri Þrif ehf. er með mjög sveigjanlega þjónustu varðandi tímapantanir en Betri Þrif ehf. verður réttlæta sér að rukka 40% af uppsettu verði ef ekki er látið vita með 24 klukkutíma fyrirvara um höfnun eða breytingu á tíma, vegna rekstrarkostnaðar, launakostnaðar og annars slíks.

 

30 .gr. Undirritun þessa skilmála

Með að kvitta undir eftirfarandi skilmála hér samþykkir þú ofangreindar greinar. Ef samningur/samstarf liggur milli Betri Þrif ehf. og fyrirtækis gilda þessir skilmálarnir fyrir allar bifreiðar í komandi viðskiptum. Ef um venjulegan viðskiptin Betri Þrif ehf. er að ræða gilda þessir skilmálar fyrir öll komandi viðskipti þeirrar ákveðnu bifreiðar sem um er að ræða.

 

Síðast uppfært: 30/03/2022

Um Betri Þrif

Betri Þrif er fjölskyldufyrirtæki með metnað, eigendur og starfsfólk hafa frá upphafi lagt mikin metnað í vandaða vinnu og góða þjónustu, fylgst er vel með öllum nýjungum í hreingerningum og efnum til að tryggja viðskiptavinum Betri Þrif.

Laus störf / Available jobs